top of page

Með Building Information Modeling, BIM, sem nefnt er upplýsingalíkön mannvirkja á íslensku er átt við nýja aðferðafræði við hönnun mannvirkja, þar sem hönnuðir gera rafræn, þrívíð líkön af mannvirkjum. Þar eru byggingarhlutar tengdir saman og upplýsingar, svo sem efni, áferð, magn og fleira, tengdar við þá.

BIM gefur ýmsa möguleika hvað varðar samkeyrslu gagna, eins og t.d. árekstragreiningu

Ýmsar greiningar og útreikningar verða auðveldari í BIM.  Þar má nefna sólarálag, orkunotkun, skuggamyndun, flóttaleiðir o.s.frv.

Magntökuútreikningar o.þ.h. gerast sjálfkrafa í BIM.

Notkun staðlaðra verklýsinga verður einnig aðgengileg í BIM

Ég sérhæfi mig í hönnun og teikniþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Við hönnun og teiknivinnu er notast við Autodesk Revit sem er að verða eitt mest selda hönnunnarforrit í heiminum í dag.



Tek við  2D teikningum í PDF og Dwg  (AutoCAD) og breyti þeim í 3D teikningar.  


 Með 3D teikningum getur þú séð nákvæmlega hvernig þín hönnun kemur til með að líta út áður en byrjað er að eyða tíma eða peningum í smíði.
Hægt er að setja teikningar sem hannaðar eru í 3D inn á ljósmyndir svo fólk geri sér nákvæmlega grein fyrir því hvernig þeirra hönnun lítur út í því umhverfi sem þeir koma til með að vera í.



Möguleiki á magntöku ef um óbyggt húsnæði er að ræða og er það gert í svokölluðu BIM sem á íslensku getur útfærst sem upplýsingalíkön mannvirkja.
 

2D og 3D Teikningar

Um BIM

Af hverju þrívídd?

Tilgangur

Þrívíddarteikningar nýtast í fjölmargt. Það hefur sýnt sig að fólk skilur þrívíðar grafískar myndir mun betur en hefðbundnar teikningar svo sem grunnmyndir, útlit og snið. Því er mun auðveldara að útskýra hugmyndir með því að nota þrívíddarmyndir heldur en línuteikningar.

Þær eru notaðar á ýmsum stigum framkvæmda, einsog í fjármögnun, hönnun, kynningu fyrir byggingaryfirvöldum og nágrönnum auk sölustarfsemi.

Einnig útbý ég litaðar grunnmyndir af íbúðum sem eru mun þægilegri fyrir fólk að skoða heldur en bygginganefndarteikningar sem eru með öllum málsetningum og táknum."

 

Tilgangurinn með BIM, upplýsingalíkönum í mannvirkjagerð, er að auka gæði hönnunar og framkvæmdar og stuðla að hagkvæmari byggingum með tilliti til rekstrar þeirra og líftíma. Með aukinni samþættingu hönnunarferilsins og samvinnu hönnuða aukast gæði hönnunargagna sem stuðlar að hagkvæmari byggingum. Upplýsingaflæði milli hönnuða er einn mikilvægasti hluti vinnunnar við líkanið og upplýsingar sem einu sinni eru settar í líkanið nýtast áfram í ferlinu.

Þjónusta

bottom of page